132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Opinber gjöld af bensíni og olíu.

[15:39]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það kom mér ekki á óvart að skattakóngar í Sjálfstæðisflokknum vilji alls ekki hlusta á tillögur um skattalækkanir þótt það mundi jafnvel slá á verðbólguskot, sem hætta er á eins og hæstv. fjármálaráðherra virðist þó gera sér grein fyrir eins og fram kom í svörum hans.

Ég varð hins vegar fyrir miklum vonbrigðum með að heyra að hæstv. ráðherra vildi halda áfram einni vitlausustu skattlagningu sem fram fer. Ég skora á hæstv. fjármálaráðherra að endurskoða hana, þ.e. hvað varðar Gæsluna. Er boðlegt að hafa reglurnar þannig að hún neyðist til að fara til Færeyja og spari milljón kr. í hverri ferð í virðisauka. Það er ótrúlegt að menn vilji halda þessu áfram. Þetta er ekki skynsamlegt. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að menn ætli að halda þessu áfram í mörg ár, að löggæsla landsins forðist skattlagningu með því að beina viðskiptum sínum úr landi. Mér finnst þetta undarlegt. Ég trúi ekki að menn ætli að halda þessu áfram.