132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Slys á börnum.

504. mál
[13:58]
Hlusta

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Mér finnst þetta mjög áhugaverð fyrirspurn frá hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur og full ástæða til að kanna hluti sem þessa. Ég bý í snjóþungu byggðarlagi, þó núna sé snjór í mun skemmri tíma en þegar ég var að alast upp. Samt sem áður verðum við einmitt vör við áhættuþætti eins og þegar snjóaði á dögunum, að þá fara börnin ungu strax á þotum á óæskilega staði, þrátt fyrir aðvaranir og annað. Hins vegar er hjálmanotkun skylda í fjallinu okkar í lyftunni sem er ekki á öllum stöðum hvort sem fólk er á snjóþotu, bretti eða hverju sem er.

En ég hef áhuga á að vita hvort Árvekni, sem hæstv. heilbrigðisráðherra nefndi, hafi einhverjar tölur um slys af því að þeir sinna þessari upplýsingagjöf eins og hæstv. ráðherra kom inn á.