132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Form fyrirspurnar.

[15:26]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Athugasemdin snýst um fundarstjórn forseta. Því ég var að ræða um það við forseta hvort það gæti verið að formgalli væri á þessari fyrirspurn sem gæfi ástæðu til að endurtaka hana. Nú segir hæstv. ráðherra að það breyti engu hvort þarna stendur Baugsmál eða ekki, sem sýnir að hæstv. ráðherra var að koma sér hjá því að svara þessari fyrirspurn.

Ég íhuga að flytja þessa fyrirspurn aftur og verða þá þessi orð um Baugsmálið tekin út.