132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[21:36]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta fyrirkomulag er til þess að sjálfstæði ríki í sambandi við ákvarðanatökur í Byggðasjóði. Þar er stjórn sem tekur ákvarðanir um ábyrgðir á grundvelli reglna sem settar eru af fjármálaráðherra en hins vegar eru mál undirbúin í Nýsköpunarmiðstöðinni og mál viðkomandi fyrirtækis geta hafa verið til umfjöllunar þar í sambandi við atvinnuþróunarstarf, frumkvöðlastarf eða frumkvöðlasetur eða hvað það getur verið. Þess vegna er mjög mikilvægt að þar sé sjálfstæð stjórn sem tekur ákvörðun án þess að hafa komið að málinu áður. Hins vegar er málið lagt upp í hendur á viðkomandi stjórn þannig að það sé undirbúið í Nýsköpunarmiðstöðinni.