132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Grunnnet Símans.

[15:11]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Það kom ekkert nýtt fram hjá hv. fyrirspyrjanda. Það er alveg rétt að það kom ekkert nýtt fram hjá mér heldur enda er ekkert nýtt í málinu annað en það að viðræður eiga sér stað milli Orkuveitu Reykjavíkur og Símans um hugsanlega hagræðingu á þessu sviði. Ég heyri að hv. þingmaður fagnar því og er það ekki af hinu góða? Eða er það það sem hv. þingmaður vill endilega að hefði orðið í málinu að það væri eitt fyrirtæki til viðbótar á þessum markaði, væntanlega ríkisfyrirtæki með ákveðið grunnnet í samkeppni við Orkuveitu Reykjavíkur? Hefði það bætt málið? Ég botna ekki alveg í málflutningi hv. þingmanns.