132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[15:58]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í því frumvarpi sem við greiðum atkvæði um er verið að stofna hlutafélag um Ríkisútvarpið. Starfsmenn þess verða ekki lengur opinberir starfsmenn. Það er jákvætt. Hins vegar vildi ég gjarnan ganga lengra.

Ég hef lagt fyrir Alþingi frumvarp ásamt fleirum um að selja Ríkisútvarpið og ganga síðan þá braut til enda. Ég held að ekki sé meiri hluti fyrir því í Alþingi sem stendur að samþykkja þá leið en ég hygg að eftir svona tíu til fimmtán ár muni menn verða jafnhissa á því hér á hinu háa Alþingi að til skuli vera opinberir starfsmenn sem stunda fréttamennsku og menn eru hissa á því í dag að það hafi þurft opinbera starfsmenn til að stunda bankastarfsemi. Þar sem þetta eru ákveðin skref á þeirri leið að einkavæða RÚV segi ég já.