132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

Umferðaröryggi á Kjalarnesi.

680. mál
[14:20]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Hér hefur verið settur af stað skrípaleikur og leikrit sett á svið. Sannleikurinn er sá að Reykjavíkurborg hefur verið í gíslingu andúðar samgönguráðherra og sjálfstæðismanna að því er varðar vegaframkvæmdir innan Reykjavíkur. (Gripið fram í: Heyr, heyr!) Það fjármagn sem hefur fengist til vegaframkvæmda innan Reykjavíkur hefur fengist seint og illa og það hefur líka verið skilyrt. Ég vil í þessu sambandi nefna óhappaframkvæmdina Hringbraut, sem var skilyrt. Þar var engu hægt að hnika til nema hún yrði lögð með þeim hætti sem hún var gerð. (Samgrh.: Það er rangt.)