133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

Aðgerðir til að jafna flutningskostnað.

[15:22]
Hlusta

Árni Steinar Jóhannsson (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil benda hæstv. iðnaðarráðherra á að ég veit ekki betur en að allar athuganir sem þurfa fram að fara hafi farið fram. Við getum sótt í smiðju Norðmanna hvað þetta varðar ef menn eru hræddir við regluverk Evrópusambandsins í þessu tilliti. Þar eru allar skýrar reglur til og ég veit ekki annað en að Byggðastofnun hafi kortlagt landið þannig að allur grunnur er fyrir hendi til að taka ákvörðun um þær hugmyndir sem í skýrslunni eru ef vilji manna stendur til þess.

Þess vegna er spurningin enn og aftur: Er von á aðgerðum á þessu ári? Eða ætla menn að koma með ný kosningaloforð hvað þetta varðar í aðdraganda næstu alþingiskosninga?