133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

starfsmannaleigur.

142. mál
[14:30]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Það var vægast sagt einkennileg ræða sem hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson flutti áðan. Að segja að það sé hægri popúlismi eða útlendingahatur að menn vilji ræða yfirvegað um stórkostlegan innflutning á erlendu vinnuafli til Íslands undanfarna mánuði og hvaða áhrif það muni hafa á íslenska þjóðfélagsgerð til framtíðar er þingmanninum hreinlega til háborinnar skammar.

Hann gjaldfellir sjálfan sig í umræðunni með því að tala svona. Við óskum eftir sanngjarnri, eðlilegri umræðu um hvernig þjóðfélagsgerð við viljum hafa á Íslandi í framtíðinni. Ég ætla ekki að sitja undir því að vera ásakaður um einhvern popúlisma, hægri popúlisma eða annað þaðan af verra þegar ég vil taka þessi mál til umræðu í þinginu.