133. löggjafarþing — 20. fundur,  3. nóv. 2006.

embætti landlæknis.

273. mál
[17:57]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nei, þetta var ekki skoðað sérstaklega við undirbúning þess frumvarps sem við erum að fjalla um hérna. Ég hef efasemdir um að við eigum að taka það upp, satt best að segja. Embætti landlæknis er auðvitað geysilega mikilvægt, þetta er eftirlitsembætti sem hefur eftirlit með þjónustunni og menn geta snúið sér til embættisins. Þetta fer mest fram í bréfaformi, að einhverju leyti í síma, en ég tel mikilvægt að til sé miðlæg þekking á heilbrigðisþjónustunni og gæðum hennar og að eftirlitið sé miðlægt. Ég sé ekki fyrir mér að það væri til bóta að setja upp einhverja fulltrúa landlæknis hingað og þangað um landið, ég sé ekki að það mundi skila auknum gæðum í þjónustunni.