133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

Sundabraut.

110. mál
[13:48]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það kveður við annan tón hjá samgönguráðherra nú eftir að búið er að skipta um borgarstjórn í Reykjavíkurborg. Það er auðvitað þannig að menn í Sjálfstæðisflokknum hafa sett lappirnar þvert fyrir allt það sem til framfara má horfa til umferðarmálum í Reykjavík og reyndar í fleiri málum líka. Nægir þar að nefna flugvöllinn.

Nú ætti málið ekki að þvælast lengur fyrir ráðherranum eins og bent hefur verið á úr sal. Þá er komið að því að setja kraft í framkvæmdir þarna. Þá kemur í ljós, eins og hér hefur verið bent á, að undirbúningurinn er ekki nægur af hálfu ráðuneytisins.

Ég vil lýsa sérstökum vonbrigðum mínum með þær áætlanir Vegagerðarinnar sem uppi eru hvað varðar 2. áfanga Sundabrautar. Þar er ekki staðið nógu nútímalega að verki. Þar mætti halda að byggja eigi nýja Borgarfjarðarbrú á árinu 2006 en ekki nýtt samgöngumannvirki yfir viðkvæmt (Forseti hringir.) náttúruverndarsvæði í miðri byggð.