133. löggjafarþing — 48. fundur,  9. des. 2006.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

276. mál
[14:50]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það væri auðvitað full ástæða til þess að ræða bæði það sem fram kom í ræðu hv. þingmanns um grundvallaratriði varðandi umönnunargreiðslur, eins og hv. þingmaður kallaði greiðslurnar, og sömuleiðis enn frekar um þá gríðarlegu skattalækkun sem ríkisstjórnin er hér að leggja til.

Það sem ég vildi hins vegar ræða og ætla að halda mig við eru í fyrsta lagi heimgreiðslurnar, sem svo eru kallaðar í áliti minni hluta, og hv. þingmaður stendur að. Mér fannst hv. þingmaður hafa nokkrar efasemdir um þessar greiðslur og þess vegna langar mig að spyrja hann og fá það hreint fram í fyrsta lagi: Er hv. þingmaður fylgjandi slíkum heimgreiðslum? Í öðru lagi: Er hv. þingmaður fylgjandi skattfrelsi slíkra greiðslna?