133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

beiðni um utandagskrárumræðu o.fl.

[11:34]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Í tilefni af orðum hv. þingmanns vill forseti upplýsa að gert er ráð fyrir að í dag verði matarhlé milli klukkan eitt og hálftvö og síðan aftur frá klukkan hálfátta til átta. Gert er ráð fyrir að hlé verði gert á þingfundum meðan þingflokksfundir eiga sér stað milli klukkan fjögur og sex. Að öðru leyti er reiknað með að hér verði fundað fram á kvöld um dagskrármálin, Ríkisútvarpið og Sinfóníuhljómsveit Íslands.