133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:55]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Forseti. Eins og hv. þingmaður er væntanlega búinn að kynna sér þar sem hann hefur skoðað félagsformin sem um hefur verið rætt í þessu sambandi þá voru þessi lög sett af ríkisstjórninni sérstaklega í þeim tilgangi að eiga til þetta félagaform sem getur nýtt sér kosti hlutafélagaformsins en er nær ríkinu, þ.e. ð það sé skýrt að það sé áfram í eigu ríkisins. Þess vegna voru lögin um opinber hlutafélög sett. Þetta hlutafélagaform, þ.e. ohf. er mun nær ríkinu en til dæmis sjálfeignarstofnunin, ef menn skoða mismunandi stöðu þessara félagaforma. Þess vegna töldu menn skynsamlegt að fara þessa leið.

Annars þakka ég hv. þingmanni orð í minn garð en bið nú jafnréttissinnaðan mann, eins og ég veit að hann er, að gæta þess hvernig hann talar til þingmannanna.

(Forseti (RG): Forseti áminnir þingmenn um að ganga ekki í ræðustólinn fyrr en búið er að kynna þá.)