133. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2007.

úrræði í málefnum barnaníðinga.

[10:58]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Í því máli sem hér er rætt var farið fram á það, ef ég veit rétt, af hálfu ákæruvaldsins að viðkomandi yrði dæmdur til öryggisgæslu. Á það var ekki fallist af dómaranum þegar mál hans var fyrir dómstólunum.