133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:48]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem hér er verið að greiða atkvæði um er afar umdeilt eins og raun ber vitni og umræður hafa sagt til um. Eitt af því versta sem sett er inn í það er tekjuöflunin sem á að verða fyrir Ríkisútvarpið í framtíðinni en þar er verið að stórhækka afnotagjaldið sem mun heita nefskattur hæstv. menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í framtíðinni. Þannig mun þriggja manna fjölskylda fá á sig 25% hækkun, það geta t.d. verið námsmenn með eitt barn, fjögurra manna fjölskylda mun fá á sig 70% hækkun, fimm manna fjölskylda mun fá á sig rúmlega 100% hækkun. (Gripið fram í.) Virðulegi forseti. Eins manns fyrirtæki mun þurfa að greiða einn nefskatt og þúsund manna fyrirtæki sama.

Virðulegi forseti. Þessi nefskattur íþyngir mannmörgum heimilum eins og hér hefur komið fram og það hefur líka komið fram og, hæstv. forseti, er það rangt að þeir sem greiða eingöngu (Forseti hringir.) fjármagnstekjuskatt muni ekki þurfa að borga neinn nefskatt Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hæstv. menntamálaráðherra?

(Forseti (SP): Forseti biður hv. þingmenn um að fá sér sæti meðan verið er að greiða atkvæði. Hvert var svar hv. þingmanns?)

Hann segir nei.