133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

fjárveitingar til skógræktar.

504. mál
[14:04]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Ég vil í upphafi máls míns þakka hv. þm. Helgu Þorbergsdóttur fyrir þessa fyrirspurn. Efni spurningarinnar er í senn landbúnaðarmál og umhverfismál. Það er augljóst af ræðu hæstv. landbúnaðarráðherra að núverandi stjórnarflokkar hafa lagt gríðarlega aukið fjármagn til þeirra umhverfismála sem skógræktin er, til þeirra landbúnaðarmála sem skógræktin er.

Ég vil jafnframt nefna að Skógræktarfélag Íslands og þeir aðilar sem vinna innan vébanda þess hafa lagt gjörva hönd á plóg varðandi útplöntun og að auka áhuga Íslendinga á skógrækt. Þá vil ég nefna að sjálfsuppgræðsla á sér stað meira en nokkru sinni fyrr á Íslandi. Nú eru að vaxa úr grasi nýir skógar, birkiskógar fyrst og fremst sem eru undanfari annarra skóga, og þeir munu skila tilætluðum árangri í kolefnisbindingu. Má þar m.a. nefna hinn nýja Vatnajökulsþjóðgarð (Forseti hringir.) þar sem mikið er um sjálfssáningu.