133. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2007.

heildararðsemi stóriðju- og stórvirkjanaframkvæmda fyrir þjóðarbúið.

19. mál
[19:08]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Við hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon erum nokkuð sammála um þetta mál. Ég ítreka að mér finnst mjög miklu máli skipta að leiða til lykta hver og hvað eigi í raun að ráða. Hvar er sjálfur byrjunarreiturinn? Á hann ekki, þegar um slíkar stórframkvæmdir er að ræða sem hafa gífurleg áhrif á hagsveiflu og allt þjóðfélagið, að vera hér á Alþingi? Hvar er hann? (Gripið fram í.) Hjá erlendum fyrirtækjum? Hvar hefur hann verið? (Gripið fram í.) Hvað er búið að semja um mörg álver á bak við tjöldin án þess að það hafi komið inn á þing, mörg álver og margar stækkanir líka, hv. þm. Kjartan Ólafsson? Því miður virðist það vera þannig, án þess að ég sé að mótmæla því að menn reisi álver á tilteknum stöðum. En ég tel að byrjunarreiturinn ætti að vera á Alþingi. Menn þurfa að skoða þetta út frá fleiri þáttum en arðsemi eins einstaks fyrirtækis eða áhuga eins ákveðins stjórnmálaflokks.