133. löggjafarþing — 68. fundur,  7. feb. 2007.

þjóðvegur á Akranesi.

242. mál
[13:10]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S):

Virðulegur forseti. Allt er það rétt sem hér hefur komið fram, þetta er nauðsynleg framkvæmd og mun breyta heilmiklu um umferðarþunga í gegnum bæinn. Vegna fyrirspurnarinnar vil ég bara undirstrika það sem ég sagði áðan, ég tel að þessi framkvæmd eigi að fara af stað í vetur, eða vor eftir því sem fært verður á grundvelli samkomulags milli bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar. Ég á ekki von á öðru en að það takist þannig að þingmenn Norðvesturkjördæmisins þurfa að fara yfir það að sjálfsögðu í tengslum við afgreiðslu samgönguáætlunarinnar (Forseti hringir.) og þá á ekki að vera eftir neinu að bíða að þetta verk geti klárast á þessu ári.