133. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2007.

starf trúfélaga í grunnskólum og framhaldsskólum.

314. mál
[13:01]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í máli hæstv. menntamálaráðherra er vinaleið þjóðkirkjunnar starfrækt í grunnskólum í þremur sveitarfélögum. Ég tel ástæðu til að fagna því framtaki þjóðkirkjunnar sérstaklega og legg á það áherslu að menn beiti sér fyrir frekari útbreiðslu þessa verkefnis í öðrum sveitarfélögum. Ég tel að þetta verkefni sé öðrum sveitarfélögum fordæmi.

Aðalatriðið er hins vegar að efla kristinfræðslu í grunnskólum enn frekar og starfsemi þjóðkirkjunnar og styðja við störf hennar, bæði innan og utan skóla.