133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[16:11]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það hefur margsinnis komið fram hver stefna samgönguráðherra og hver stefna ríkisstjórnarinnar er í þessu máli. Það var samþykkt á Alþingi fjárveiting til þess að hefja rannsóknir og halda áfram rannsóknum vegna Bakkafjöru þannig að það liggur alveg fyrir. Það er stjórnartillaga sem við erum að fjalla um hér. Hún gerir ráð fyrir framlögum, fjárveitingum til framkvæmda við Bakkafjöruhöfn.

Það væri hins vegar fróðlegt að vita hver stefna Samfylkingarinnar er, hver stefna hins ágæta þingmanns, Björgvins Sigurðssonar er í þessu máli. Leggur hann til að við hættum við rannsóknir við Bakkafjöru og hefjum rannsóknir við jarðgöng eða hver er afstaða hans? Ég bíð eftir að heyra það.