133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

virkjanaundirbúningur Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár.

632. mál
[13:57]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Í síðustu viku vakti ég athygli á því að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon, fyrirspyrjandi, hefði margoft lýst því yfir á hinu háa Alþingi að hann teldi virkjanir í neðri hluta Þjórsár þær skynsamlegustu sem hægt væri að ráðast í. (Gripið fram í.) Fyrir fáeinum dögum sagðist hv. þingmaður vera algjörlega á móti virkjununum. Ég hef ekki orðrétt eftir þingmanni og ég bið hann og aðra þingmenn um að virða mér það til vorkunnar. Þess vegna verður hv. þingmaður að upplýsa þingheim um það hvað hefur gerst í málinu sem veldur því að hann hefur skipt um skoðun frá því í nóvember sl. og þar til nú í síðustu viku.