133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak.

13. mál
[17:49]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég hefði nú viljað fá það enn skýrar. Það eina sem ráðherra sagði í raun og veru var að það hafi engin beiðni borist um slíkt. Ég mundi vilja fá afstöðu hæstv. landbúnaðarráðherra alveg skýrt, frú forseti, ef fram kemur beiðni frá Bandaríkjamönnum um að Ísland skrái sig á lista viljugra þjóða til að ráðast inn í Íran, mundi hæstv. landbúnaðarráðherra samþykkja slíka tillögu?