133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[17:43]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er heldur leiðinlegt þegar svona ungir menn muna ekki á milli þriggja daga. Við sögðum í stjórnarandstöðunni á föstudaginn að við værum tilbúnir að funda á laugardaginn til þess að tala um þetta mál. Ég vænti þess að hæstv. forseti viti það. (GÓJ: Af hverju ekki á föstudag?) Það var reyndar að ákvörðun hæstv. forseta þingsins að funda ekki á laugardag og þess vegna geri ég heldur lítið úr ummælum hv. þingmanns um að við höfum lagst á eitt með það að reyna að tefja málið og vænti þess að hann athugi betur hvað hann var að segja.