133. löggjafarþing — 89. fundur,  15. mars 2007.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

466. mál
[11:04]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Við 2. umr. um málið komu upp ákveðin álitamál sem ég lýsti yfir í umræðunni að ég óskaði eftir eða vildi gefa mér svigrúm til að kanna betur á milli umræðna, 2. og 3. umr. Það var í ræðu hv. þm. Jóns Bjarnasonar sem þessum álitamálum var varpað fram. Við ætlum að gefa okkur tíma milli umræðnanna til að skoða nánar þá þætti sem þar var komið inn á og munum því við þessa atkvæðagreiðslu málsins sitja hjá, hv. þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.