133. löggjafarþing — 92. fundur,  16. mars 2007.

losun gróðurhúsalofttegunda.

641. mál
[21:54]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hafði vonast eftir meiri upplýsingum í framsöguræðu nefndarformanns, talsmanns meiri hlutans í málinu um það hvernig meiri hlutinn sjái fyrir sér að mögulegir stórlosendur á tímabilinu sem þurfa þá að afla sér heimilda ef þeir eiga að hefja hér starfsemi, hvernig þeim verði það mögulegt í ljósi stöðu þessara mála bæði innan lands og í alþjóðlegu samhengi, í ljósi þess hvernig ástandið er t.d. hjá Evrópusambandinu þar sem nokkur upplausn er nú í þessum málum, eins og kunnugt er, og markaðurinn ekki að virka sérstaklega vel

Hvernig sér ríkisstjórnin eða meiri hlutinn fyrir sér að þetta gangi fyrir sig í þeim tilvikum? Er þetta ekki bara ávísun út í loftið á eitthvað sem kannski liggur alls ekki fyrir að geti gengið fyrir sig. Hvernig eiga þessir stórlosendur að afla sér þeirra heimilda og hvernig fer það fram í samhengi við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands að þessu leyti?