133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

málefni aldraðra.

560. mál
[19:26]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í svari til hv. þm. Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur kemur fram í hvaða verkefni á að fara á þessu ári. Þar eru þau skilgreind. Þar er afgangur sem er óskilgreindur upp á um 4 millj. kr., ef ég man rétt, sem ekki er búið að negla niður núna í upphafi árs í hvað á að fara. Það fer þá í vinnslu í sjóðnum eftir því sem beiðnir koma inn í sjóðinn á næstunni. En það eru þarna minnir mig þrjú skilgreind verkefni sem hægt er að lesa um í viðkomandi svari.