133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[20:50]
Hlusta

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég varð hálfundrandi á því að hv. þingmaður skyldi þó minnast á að kannski þyrfti að laga vegi úti á landi einhvers staðar víðar en á Vestfjörðum. (Gripið fram í.)

Ég vil á hinn bóginn vekja athygli hv. þingmanns á því að það sem brýnast er nú fyrir landsbyggðina er að ljúka hringveginum.