133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[23:33]
Hlusta

umhverfisráðherra (Jónína Bjartmarz) (F):

Frú forseti. Í lok þessa dags, sem útlit er fyrir að verði síðasti dagur 133. löggjafarþings, vil ég þakka öllum þingmönnum hv. umhverfisnefndar fyrir samhenta vinnu og aðkomu þeirra að því risastóra samvinnuverkefni sem Vatnajökulsþjóðgarður er. Jafnframt finnst mér við hæfi, frú forseti, að óska okkur öllum, þingi og þjóð, til hamingju með þennan áfanga sem eru lögin um Vatnajökulsþjóðgarð.