134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

sumarafleysingar á heilbrigðisstofnunum.

[15:27]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt sem kom fram hjá hv. þingmanni að hér er um ákveðinn undirliggjandi vanda að ræða. Það liggur alveg fyrir að þetta er verkefni okkar sem hér verðum á næstu árum og næstu þingum að fara yfir og ég vænti góðs samstarfs við hv. þingmann og aðra hv. þingmenn hér í salnum til að takast á við verkefni sem þessi.