134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[11:26]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég nefndi það í ræðu minni, ég þarf ekki að endurtaka það, að það eru tvær ástæður fyrir því að 80 þús. krónurnar koma ekki vel út. Ég get svo sem nefnt það aftur, það er vegna þess að mismununin færist þá neðar í aldri, niður í 67 ár, og það er ekki víst að það myndist um það félagsleg sátt í þjóðfélaginu. (Gripið fram í.) Það voru skerðingar en ef skerðingarnar eiga að minnka fyrir tekjur undir 80 þús. kr. getur orðið um það félagsleg ósátt.

Svo nefndi ég líka að þegar menn fara að vinna sér inn meira en 80 þús. kr. koma skerðingarnar svo miklar, það er 40% skerðing fyrir hverja krónu og þar yfir þannig að fólki er þrýst niður í að vinna fyrir 80 þús. kr., ekki krónu meira.