135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

stjórn fiskveiða.

91. mál
[18:56]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar bara til að árétta þann skilning að veiðigjaldið er í raun og veru staðfesting á því að fiskurinn sem syndir í sjónum og nytjastofnar sjávar eru eign íslensku þjóðarinnar, sameign þjóðarinnar. Þess vegna er gjaldið. Það er verið að greiða þetta gjald sem nokkurs konar veiðigjald, veiðileyfi. Þeir sem veiða fiskinn fá leyfi hjá þjóðinni til að veiða hann. Þess vegna var þetta gjald sett á og það er skilningurinn.

Ef einhver veiðir fisk í vatni gegn því að borga fyrir það og gerir það árum saman þýðir það ekki að hann muni eignast allan rétt til að veiða fiskinn í vatninu. Það er ekki þannig, það vildi ég taka fram hér.