135. löggjafarþing — 14. fundur,  30. okt. 2007.

hlutdeild sveitarfélaga í skatttekjum.

9. mál
[14:55]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það vakti athygli mína að forseti gerði það að tillögu sinni að tillagan gengi til efnahags- og skattanefndar ef enginn hreyfði andmælum en flutningsmaður hafði lagt til að tillagan gengi til félagsmálanefndar. Mér finnst nauðsynlegt að fá úr því skorið hvar þessi tillaga verður vistuð. Ég tel sjálfur eðlilegt að hún fari til félagsmálanefndar sem fer með málefni sveitarstjórnarstigsins en ef forseti gerir aðra tillögu finnst mér nauðsynlegt að fá úr því skorið með atkvæðagreiðslu.