135. löggjafarþing — 14. fundur,  30. okt. 2007.

lánamál og lánakjör einstaklinga.

20. mál
[17:48]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er algjörlega óvön því að þurfa að tala um söluna á Landsbankanum, einhverra hluta vegna. Það hefur alltaf verið talað um Búnaðarbankann. Ég er algjörlega óvön að svara þeirri spurningu, þannig að, hæstv. forseti, ég bara læt henni ósvarað.

En varðandi það að snúa bökum saman gegn almenningi. Mér finnst það dálítið stórt sagt. Ég vil ekki halda því fram að bankarnir, þessi fyrirtæki, séu í samsæri gegn almenningi. Mér finnst þetta mjög stórt sagt.

Svo vil ég aðeins rifja upp hvað ég meinti þegar ég talaði um að bankarnir vildu bæði hafa belti og axlabönd. Þá var ég að tala um að það væri ekki nóg með það að bankarnir vilji hafa verðtryggingu, eða vilji eða vilja ekki. Þeir hafa verðtryggingu en þeir vilja líka hafa breytilega vexti. Það var það sem umræðan snerist um þegar ég notaði þessi orð, að þeir vildu bæði belti og axlabönd.