135. löggjafarþing — 15. fundur,  31. okt. 2007.

brottfall laga um búnaðargjald.

31. mál
[14:43]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (andsvar):

Ég vil aðeins ítreka þá spurningu mína um hvort sömu lögmál gildi um samtök launþega og samtök stéttarfélaga, hvort þar eigi einnig að ríkja algert frelsi, hið algera félagsfrelsi frjálshyggjunnar, að menn velji sér félög og að verkalýðshreyfingin sé brotin niður með sama hætti og hér er boðað, að brjóta skuli niður félagskerfi landbúnaðarins.