135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli.

65. mál
[16:36]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel fyrst og fremst að við mat á þessu séu það almannahagsmunir sem eigi að njóta vafans. Það voru almannahagsmunir af því að taka þetta húsnæði í notkun í haust. Forsendur þess að svo yrði gert voru að sett yrðu bráðabirgðalög. Það var mat ríkisstjórnarinnar, það er mat þingsins og af þeim sökum held ég að það mat sé að staðfestast hér í meðförum þingsins þannig að það er litlu við þetta að bæta. Fyrst og fremst eru það almannahagsmunir sem eiga að njóta vafans.