135. löggjafarþing — 22. fundur,  12. nóv. 2007.

málefni aldraðra.

143. mál
[17:07]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka fyrir þessi viðbrögð. Ræða hv. þm. Péturs Blöndals ber vott um að hér er frjó hugsun á ferð og menn hviki ekki frá þeim markmiðum sem við eigum öll að hafa. Það eru hér ágætis hugmyndir sem menn ættu að skoða af fullri alvöru.

Varðandi ræðu hv. þm. Þuríðar Backman þá er hárrétt hjá þingmanninum að gera má ýmislegt í viðhaldi á ýmsum stofnunum, ekki bara sem snúa að þessu heldur og að heilbrigðisráðuneytinu. Ég á von á því að við munum stíga einhver skref í því fyrr en seinna.