135. löggjafarþing — 24. fundur,  14. nóv. 2007.

fjöldi landvarða og vinnutímabil þeirra.

101. mál
[14:10]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Fyrirspurn hv. þm. Katrínar Jakobsdóttur er að mér finnst afar tímabær og mikilvæg. Sá málaflokkur sem þar er lögð áhersla á er efling og útvíkkun á starfi landvarða. Þetta er sérmenntun hér líka og við erum komin með allmarga menntaða landfræðinga. Íslenskir landfræðingar eru orðnir aðilar að alþjóðasamtökum landvarða og hér fyrir nokkrum dögum síðan var alþjóðleg ráðstefna, kynning á störfum landvarða í heiminum. Þeir eru útverðir náttúruverndar og umgengni og kynningar og fræðslustarfs um náttúruna, ósnortna náttúru sem Ísland á svo mikið af.

Ég tel þetta því eitt brýnasta mál okkar hvað varðar náttúru Íslands, hvað varðar ferðamennsku, hvað varðar það að vernda og standa vörð um og kynna og fræða um íslenska náttúru að efla stöðu og fjölga störfum landvarða.