135. löggjafarþing — 27. fundur,  19. nóv. 2007.

erfðafjárskattur.

206. mál
[15:42]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki tölu til þess að láta hv. þingmann vita hvað ríkið hafi orðið af miklum sköttum vegna þessa en ég skal gera ráðstafanir til þess að það komi fram í nefndinni.

Mér þykir hins vegar öllu verra að geta ekki alveg sagt honum nákvæmlega til um það hvað felist í „teljandi“ í umsögn ráðuneytisins um kostnaðarmat með frumvarpinu en ég skal einnig gera ráðstafanir til þess að hann fái upplýsingar um það í nefndinni.