135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

staða kjarasamninga sjómanna á smábátum.

238. mál
[18:07]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Grétari Mar Jónssyni fyrir fyrirspurn hans og einnig ágætt svar félagsmálaráðherra sem talaði á köflum eins og alvanur trillukarl því að margt kom fram í svari hennar sem er nokkuð sérhæft. Þó er svo að samningar trillusjómanna og trillueigenda verða ekki gerðir nema báðir aðilar komi þar að.

Spurning er um hvernig trillusjómenn, eða menn sem eru hásetar á trillum eða róa á trillum, geti skapað betri samstöðu sín á milli. Kjörin eru ákaflega misjöfn, einnig á þessum bátum eins og við vitum, (Forseti hringir.) og sjálfsagt er það þess vegna sem fyrirspurnin kemur.