135. löggjafarþing — 38. fundur,  6. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[11:00]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það eru ýmsir kostir mögulegir við vinnslu þessa frumvarps um þingsköp Alþingis. Til dæmis hefði komið til álita að skipa sérnefnd til að vinna þingmálið frekar, þ.e. ef aðstandendur frumvarpsins hefðu fallist á slíka málsmeðferð. Annar kostur er að málið fari til allsherjarnefndar þingsins eins og hér er lagt til.

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs mun greiða atkvæði með þeirri málsmeðferð. Það gerum við í trausti þess að þingmálið fái opna, yfirvegaða og málefnalega umfjöllun með það fyrir augum að menn nái niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.