135. löggjafarþing — 40. fundur,  10. des. 2007.

tilkynning um dagskrá.

[15:04]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Að loknum atkvæðagreiðslum um tíu fyrstu dagskrármálin fer fram umræða utan dagskrár um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Málshefjandi er hv. þm. Álfheiður Ingadóttir. Hæstv. fjármálaráðherra er til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 20. gr. og stendur í hálfa klukkustund.