135. löggjafarþing — 41. fundur,  11. des. 2007.

samgönguáætlun.

292. mál
[22:20]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er bæði ljúft og skylt að svara því sem hv. þm. Siv Friðleifsdóttir vitnar hér til í 2. gr. þar sem m.a. er fjallað um það sem hefur gerst á þessu ári, þ.e. með stofnun Flugstoða ohf. Ekkert fyrirtæki kemur upp í huga minn við lestur á þessari næstsíðustu málsgrein um fyrirtæki nema það getur auðvitað gerst með Keflavíkurflugvöll. Fyrirtæki um hann gæti breyst yfir í ohf.