135. löggjafarþing — 41. fundur,  11. des. 2007.

samgönguáætlun.

292. mál
[22:21]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég túlka þetta svar þannig að ekkert sé beint í pípunum. Hugsanlega gæti þetta átt við um Keflavíkurflugvöll en menn vilja slá þann varnagla að hafa þetta aðeins sveigjanlegt ef eitthvað kæmi upp á. Ég hlýt að túlka þetta svar þannig að ekkert sé í pípunum varðandi það að gera einhver samgöngufyrirtæki að ohf. á næstunni.