135. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2008.

stjórn fiskveiða.

272. mál
[19:32]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ef ég skil hv. þingmann rétt er hann að segja: Við skulum hafa ákveðna báta í því kerfi sem nú er, en svo skulum við leyfa öðrum bátum, af því að þeir eru að byrja, að veiða án þess að vera undir nokkrum takmörkunum. Ég er ekki sammála þessu. (Gripið fram í: Enda er þetta misskilningur.)

Ég er á þeirri skoðun að það sama eigi að ganga yfir alla, að lög og reglur sem gilda um sjávarútveg á Íslandi í dag eigi að ná yfir alla þá sem sækja sjó í atvinnuskyni. Þetta er orðið þannig, því miður hefur þessu verið breytt til þessa vegar. Ég vona að lögin um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð með það í huga að kerfið verði réttlátara.

Að lokum vil ég segja: Ég get ekki séð að þeir sem veiða fisk í atvinnuskyni, þó að um mismunandi atvinnugreinar sé að ræða, annars vegar ferðamennsku og hins vegar sjómennsku, eigi að búa við mismunun. Ef við færum út í það mundi það skapa mikla úlfúð, óánægju og ósætti, miklu meira en er í dag.