135. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2008.

réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum.

164. mál
[21:12]
Hlusta

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður nefndi dæmi sem sneri að lengd uppsagnarfrests. Ég er ekki að tala um lengd uppsagnarfests, sem er reyndar allt of skammur hér á landi ef eitthvað er. Ég er að tala um það að uppsagnirnar eigi að vera málefnalegar og rökstuddar burt séð frá því hvort uppsagnarfrestur sé stuttur eða lengri, og ég er líka að tala um jafnræði milli manna að því er varðar miskabætur og að því er varðar uppsagnarreglur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði.