135. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2008.

Háskólinn á Akureyri.

249. mál
[15:01]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég tek undir þakkir til fyrirspyrjanda og til ráðherra fyrir greinargóð svör. Háskólinn á Akureyri er mikill máttarstólpi á Akureyri en einnig landsbyggðarinnar, þá sérstaklega í Norðausturkjördæmi þar sem háskólinn hefur gífurlega miklu hlutverki að gegna.

Ég legg áherslu á að það verður að efla rannsóknir og vísindastarfsemi við skólann og samningurinn gerir ráð fyrir því eins og ég skil málið. Þar verður aldrei fullburða háskóli nema hann geti stundað rannsókna- og vísindastarfsemi af krafti og haft möguleika á að sækja í samkeppnissjóði (Forseti hringir.) á þessu sviði til að efla starfsemi sína.