135. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2008.

varamaður tekur þingsæti.

[13:35]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Eins og áður hefur verið tilkynnt tók Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi sæti á Alþingi í gær fyrir 1. þm. Suðvest., Þorgerði K. Gunnarsdóttur, sem er í opinberum erindum erlendis. Kjörbréf Rósu Guðbjartsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki tekið sæti á Alþingi áður og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni, skv. 2. gr. þingskapa.

 

[Rósa Guðbjartsdóttir, 1. þm. Suðvest., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]