135. löggjafarþing — 60. fundur,  6. feb. 2008.

heimsóknir í fangelsi.

173. mál
[14:52]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka áhuga þingmanna á þessu máli. Margoft hefur komið fram að þingmenn eru mjög áhugasamir um nýbyggingar á Litla-Hrauni og annars staðar í þágu fanga og unnið er að því.

Ég ætla ekki að nefna neinn sérstakan tíma varðandi framkvæmdir á Litla-Hrauni en unnið er að því skipulega og fundir eru tíðir um þau mál. Ég fullvissa því þingmenn um að verið er að vinna að því verki án þess að ég ætli að nefna neinar sérstakar dagsetningar í því efni.