135. löggjafarþing — 60. fundur,  6. feb. 2008.

málefni fatlaðra.

357. mál
[15:00]
Hlusta

Hanna Birna Jóhannsdóttir (Fl):

Herra forseti. Ég fagna fyrirspurn hv. þm. Rósu Guðbjartsdóttur um undirbúning að tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Vegna starfa minna síðastliðin ár með börnum og einnig þeim hópi sem hér um ræðir tel ég mikilvægt að þessi málaflokkur sé hjá viðkomandi sveitarfélagi. Nýverið tókst samkomulag milli ríkis og Vestmannaeyjabæjar sem ég tel góðan áfanga að því markmiði.